Býrð þú í öðru norrænu landi og ætlar að vinna sem verktaki á Íslandi ?

Þessar upplýsingar eru ætlaðar þér sem býrð í öðru norrænu landi og ætlar að vinna sem verktaki á Íslandi og fjalla eingöngu um skattlagningu tekna af þeirri starfsemi.

Skráning á Íslandi

Þegar þú ætlar að hefja verktakastarfsemi á Íslandi verður þú að vera með kennitölu. Kennitölu færð þú hjá Þjóðskrá skra.is

Hugsanlega þarft þú að skrá þig á virðisaukaskattsskrá og launagreiðendaskrá hjá ríkisskattstjóra rsk.is

Skattur

Á grundvelli tvísköttunarsamnings milli Norðurlandanna má sækja um undanþágu frá skattlagningu á Íslandi fyrstu 6 mánuðina sem unnið er á landinu. Sótt er um undanþáguna á eyðublaðinu RSK 5.42.

Ef þú ert með fasta starfsstöð á Íslandi átt þú að greiða skatt á Íslandi sem erlendur verktaki. Skilgreiningu á hugtakinu föst starfsstöð samkvæmt norræna tvísköttunarsamningnum finnur þú undir fyrirsögninni „Almennar upplýsingar / föst starfsstöð".

Föst starfsstöð

Aðeins þann hluta rekstrarteknanna (tekjur að frádregnum kostnaði) sem koma frá hinni föstu starfstöð á að skattleggja á Íslandi. Lagt er á tekjurnar samkvæmt íslenskum skattalögum. Þú átt að senda inn framtal ásamt rekstrarskýrslu eins og íslensk lög segja til um í síðasta lagi í maílok árið eftir tekjuárið.

Almannatryggingar

Í gildi eru sérstakar reglur sem kveða á um hvar þú skulir vera tryggður. Þú þarft að hafa samband við þá stofnun sem sér um almannatrygginar í heimalandi þínu eða við Tryggingastofnun ríkisins á Íslandi til að fá nánari upplýsingar um reglurnar.

Greiðslu- og upplýsingastarfsemi vegna starfsmanna

Skattur

Ef þú ert með fasta starfsstöð á Íslandi og með starfsmenn á launum hjá starfsstöðinni ber þér skylda til að skrá þig sem launagreiðanda. Þú átt að halda eftir staðgreiðslu af launum þeirra í samræmi við upplýsingar um skattareglur vegna starfsmanna. Sjá rsk.is/rekstur.

Ef þú ert ekki með fasta starfstöð á Íslandi átt þú ekki að halda eftir staðgreiðslu af launum starfsmannanna. Starfsmennirnir bera sjálfir ábyrgð á því að greiða skatt af launum sínum.

Almannatryggingar

Ef starfsmennirnir eru tryggðir samkvæmt almannatryggingalögum í öðru landi greiðir þú lækkað tryggingagjald á Íslandi en greiðir tryggingagjald skv. gildandi lögum í hinu landinu. Það þarf að vera hægt að sýna fram á að starfsmennirnir séu tryggðir í almannatryggingakerfinu í hinu landinu með framvísun eyðublaðsins A-1.

Hins vegar þarf að greiða tryggingagjald á Íslandi ef starfsmennirnir eru tryggðir í almannatryggingakerfinu á Íslandi. Reglurnar um almannatryggingar heyra undir Tryggingastofnun ríkisins á Íslandi.

Upplýsingaskylda

Ef þú ert með fasta starfsstöð á Íslandi og með starfsmenn á launum þarf að tilkynna starfsemina og skila mánaðarlega inn skilagreinum vegna launa, staðgreiðslu o.fl. fyrir hvern og einn starfsmann (sjá eyðublöð RSK 5.06, RSK 5.12).

Virðisaukaskattur

Sá sem selur virðisaukaskattsskyldar vörur og þjónustu á Íslandi, þarf að skrá starfsemi sína á virðisaukaskattsskrá hjá Ríkisskattstjóra. Þetta gildir hvort sem um er að ræða fasta starfstöð eða ekki.

Veldu hitt landi hr:   Danmörk | Noregur | Finnland | Svíþjóð