Býrð þú í öðru norrænu landi en hefur vaxtatekjur/vaxtagjöld frá Íslandi?

Þessar upplýsingar eru ætlaðar þér sem býrð í öðru norrænu landi en hefur vaxtatekjur/vaxtagjöld frá Íslandi og fjalla eingöngu um skattlagningu af þeim tekjum/gjöldum.

Vaxtatekjur:

Vaxtatekjur frá Íslandi eru skattskyldar í heimalandi þínu. Til þess að komast hjá skattlagningu á Íslandi, þarf að sækja um undanþágu frá skattlagningu vaxtatekna á grundvelli tvísköttunarsamningsins á eyðublaðinu RSK 5.42

Með vaxtatekjum er átt við tekjur af t.d. bankainnstæðum, verðbréfum og hlutdeildarskírteinum.

Ef þú hefur ekki sótt um undanþágu og skattur því verið dregin af vaxtatekjunum á Íslandi, er hægt að óska eftir endurgreiðslu hjá Ríkisskattstjóra. Sækja þarf um endurgreiðslu á eyðublaðinu RSK 5.43 

Vaxtagjöld

Ef þú ert með takmarkaða skattskyldu vegna íbúðarhúsnæðis eða launatekna á Íslandi átt þú ekki rétt á vaxtafrádrætti / vaxtabótum vegna vaxtagjalda.

Veldu hitt landi hr:   Danmörk | Noregur | Finnland | Svíþjóð