Býrð þú í öðru norrænu landi en hefur tekjur af hlutabréfum frá Íslandi?

Þessar upplýsingar eru ætlaðar þér sem býrð í öðru norrænu landi en hefur tekjur af hlutabréfum frá Íslandi og fjalla eingöngu um skattlagningu tekna af þessum hlutabréfum.

Skattlagning á arði:

Arður er skattlagður í því landi sem greiðir hann út og er samkvæmt norræna tvísköttunarsamningnum að hámarki 15%. Þar sem fjármagnstekjuskattur á Íslandi er 22% þarf að sækja um undanþágu á grundvelli tvísköttunarsamningsins. Sótt er um undanþáguna á eyðublaðinu RSK 5.42.  Ef skatturinn af arðgreiðslunni er hærri í þínu heimalandi, munt þú þurfa að greiða mismuninn þar.

Söluhagnaður:

Skattlagningin fer fram í heimalandi þínu og eftir reglum heimalandsins, að því gefnu að sótt hafi verið um undanþágu á Íslandi á grundvelli tvísköttunarsamningsins. Sótt er um undanþáguna á eyðublaðinu RSK 5.42

Veldu hitt landi hr:   Danmörk | Noregur | Finnland | Svíþjóð