Býrð þú á Íslandi og færð lífeyri frá öðru norrænu landi?

Þessar upplýsingarnar eru ætlaðar þér sem býrð á Íslandi en færð lífeyri frá öðru norrænu landi. Með lífeyri er átt við elli- eða örorkulífeyri. Upplýsingarnar taka aðeins til skattlagningar lífeyristekna.

Skattlagning í greiðslulandinu 

Þú átt að greiða skatta af lífeyrinum í greiðslulandinu í samræmi við þarlend skattalög.

Skattlagning á Íslandi 

Þú átt að gera grein fyrir erlendum lífeyrisgreiðslunum á íslenska framtalinu í kafla 2.8, tekjur erlendis. Heildartekjurnar, erlendar og íslenskar, koma til skattlagningar á Íslandi, en skatturinn er síðan lækkaður um sömu prósentu og erlendu tekjurnar eru í heildartekjunum.

Ef t.d. tekjur erlendis eru 60% af heildartekjunum, er útreiknaður skattur af heildartekjum (innlendum og erlendum tekjum) lækkaður um sömu prósentu.

Veldu hitt landi hr:   Danmörk | Noregur | Finnland | Svíþjóð