Býrð þú í öðru norrænu landi en starfar fyrir einkaaðila á Íslandi?

Eftirfarandi á við þig sem er búsettur í öðru norrænu landi og vinnur á Íslandi fyrir einkaaðila. Upplýsingarnar varða eingöngu skattlagningu launatekna þinna.

Upplýsingarnar eiga ekki við þig sem vinnur hjá opinberum aðila, vinnur sem sjómaður, vinnur um borð í flugvél, eða hefur tekjur sem lista- eða íþróttamaður.

Vinnuveitandi þinn er frá Íslandi

Þú átt að greiða skatt af launatekjum þínum á Íslandi. En þú þarft einnig að gera grein fyrir launatekjunum á framtali í heimalandinu.  

Varðandi útreikning á íslenskum skatti, sjá dæmi um skattaútreikning.

Vinnuveitandi þinn er frá öðru landi en vinnulandinu

Þú átt að greiða skatt af launatekjunum á Íslandi ef eitt af eftirtöldum skilyrðum er uppfyllt:

  • Þú dvelur lengur en 183 daga í vinnulandinu á 12 mánaða tímabili
  • Vinnuveitandi þinn er með fasta starfsstöð í vinnulandinu
  • Þú ert leigður út til fyrirtækis í vinnulandinu

Þú átt að greiða skatt í heimalandi þínu ef ekkert af ofannefndum skilyrðum er uppfyllt.

Ef þú greiðir skattinn á Íslandi þarft þú að gera grein fyrir launatekjum á framtali í heimalandinu. 

Stjórnarlaun

Þú átt að greiða skatt á Íslandi ef þú færð greiðslu vegna stjórnarvinnu (stjórnarlaun) í félagi á Íslandi. Tekjurnar geta einnig verið skattskyldar í heimalandi þínu. Þarna skiptir ekki máli hvar vinnan fór fram.

Þú átt alltaf að upplýsa um erlendar tekjur á skattframtali í heimalandi þínu.
Ef þú greiðir skatt í báðum löndunum er það heimaland þitt sem á að taka tillit til þess skatts sem þú greiddir á Íslandi.

Almannatryggingar

Það eru sérstakar reglur sem segja til um hvar þú átt að vera tryggður. Þú þarft að hafa samband við  tryggingastofnun í því landi sem þú býrð í eða við Tryggingastofnun ríkisins (tr.is)  til að fá nánari upplýsingar.

Veldu hitt landi hr:   Danmörk | Noregur | Finnland | Svíþjóð