Býrð þú á Íslandi en starfar í öðru norrænu landi fyrir einkaaðila?

Eftirfarandi á við þig sem er búsettur á Íslandi og vinnur í öðru norrænu landi fyrir einkaaðila. Upplýsingarnar varða eingöngu skattlagningu launatekna þinna.

Upplýsingarnar eiga ekki við þig sem vinnur hjá opinberum aðila, vinnur sem sjómaður, vinnur um borð í flugvél, vinnur á dönsku eða norsku landgrunni eða hefur tekjur sem lista- eða íþróttamaður.

Vinnuveitandi þinn er frá vinnulandinu

Þú átt að greiða skatt af launatekjum þínum í vinnulandinu. En þú þarft einnig að gera grein fyrir erlendum tekjum á íslenska framtalinu.  Tekjurnar eru ekki skattlagðar aftur á Íslandi en þær hafa áhrif á bæði persónuafslátt þinn og í hvaða skattþrepi aðrar tekjur eru skattlagðar.

Vinnuveitandi þinn er frá öðru landi en vinnulandinu

Þú átt að greiða skatt af launatekjunum í vinnulandinu ef eitt af eftirtöldum skilyrðum er uppfyllt:

  • Þú dvelur lengur en 183 daga í vinnulandinu á 12 mánaða tímabil
  • Vinnuveitandi þinn er með fasta starfsstöð í vinnulandinu
  • Þú ert leigður út til fyrirtækis í vinnulandinu

Þú átt að greiða skatt á Íslandi ef ekkert af ofannefndum skilyrðum er uppfyllt.

Ef þú greiðir skattinn í vinnulandinu þarft þú að gera grein fyrir erlendum tekjum á íslenska framtalinu.  Tekjurnar eru ekki skattlagðar aftur á Íslandi en þær hafa áhrif á bæði persónuafslátt þinn og í hvaða skattþrepi aðrar tekjur eru skattlagðar.

Stjórnarlaun

Þú átt að greiða skatt á Íslandi ef þú færð greiðslu vegna stjórnarvinnu (stjórnarlaun) í félagi í öðru norrænu landi. Tekjurnar eru einnig skattlagðar í því landi sem félagið er staðsett í. Þarna skiptir ekki máli hvar vinnan fór fram.

Ef þú hefur greitt skatt í báðum löndunum er það Ísland sem á að taka tillit til þess skatts sem þú greiddir í hinu norræna landinu. Frádráttur getur aldrei orðið hærri en sú upphæð sem samsvarar íslenskum skatti af tekjum þínum.

Almannatryggingar

Það eru sérstakar reglur sem segja til um hvar þú átt að vera tryggður. Þú þarft að hafa samband við Tryggingastofnun ríkisins (tr.is)  eða tryggingastofnun í því landi sem þú vinnur í til að fá nánari upplýsingar.

Veldu hitt landi hr:   Danmörk | Noregur | Finnland | Svíþjóð