Valmynd

Almennar upplýsingar um skattlagningu í Færeyjum

Færeyjar eru með vísan til heimastjórnarlaganna frá 1948 hluti af danska ríkinu en lýtur sjálfstjórn. Færeyjar hafa sína eigin skattalöggjöf og Færeyjar eru sjálfstæðir aðilar að norræna tvísköttunarsamningnum.

Upplýsingarnar hér að neðan taka upp þær meginreglur sem í gildi eru. Það eru mörg frávik sem ekki eru talin upp hér. Ef þú ert í vafa, hringdu eða skrifaðu, símanúmer og heimilisföng eru gefin upp neðst á síðunni.

Ótakmörkuð skattskylda
Ótakmarkaða skattskyldu í Færeyjum bera einstaklingar sem m.a. eru heimilisfastir í Færeyjum eða sem dvelja þar í minnst 180 daga á hverju tólf mánaða tímabili. Þeir sem bera ótakmarkaða skattskyldu skulu á skattframtali gefa upp allar sínar tekjur bæði frá Færeyjum sem og frá öðrum ríkjum (heildarskattlagning).

Takmörkuð skattskylda
Takmarkaða skattskyldu í Færeyjum bera m.a. þeir sem dvelja tímabundið í Færeyjum, þ.e. skemur en í 180 daga.

Launatekjur   
Launatekjur í Færeyjum skattleggjast í Færeyjum.
Ef launþeginn ber takmarkaða skattskyldu í Færeyjum skattleggjast launin með 42% skatti án nokkurs frádráttar.

Eftirlaun

Eftirlaun frá Færeyjum eru skattlögð í Færeyjum.

Eftirlaun frá öðru norrænu landi geta verið skattlögð í greiðslulandinu og skulu þá Færeyjar lækka færeyska skattinn með samsvarandi fjárhæð og skatturinn sem greiddur var í greiðslulandinu.

Milli Færeyja og Danmerkur gildir eftirfarandi:

1.  Eftirlaun frá tryggingastofnunum og aðrar tryggingabætur skulu eingöngu skattlagðar í búsetulandi viðkomandi.

2.  Eftirlaun og svipaðar bætur sem ekki falla undir lið 1. og sem koma frá öðrum hluta ríkisins (þ.a.e.s. Færeyjum eða Danmörku) og eru greidd til aðila sem búsettur er í hinum hluta ríksins, skulu eingöngu skattlögð í búsetulandi viðkomandi. Sjá undanþágur í liðum 3. og 4.

3.  Eftirlaun og svipaðar bætur sem nefndar voru í lið 2. er líka hægt að skattleggja í þeim hluta ríkisins þar sem útborgunin fer fram ef að:

a) sá sem fær eftirlaunin hefur fengið frádrátt vegna innborgunar í eftirlaunasjóð af skattskyldum tekjum í þeim hluta ríkisins eftir þeim reglum sem þar gilda; eða

b) innborgun í eftirlaunasjóð frá vinnuveitanda sem ekki voru skattskyldar tekjur hjá móttakanda í þeim hluta ríkisins eftir þeim reglum sem þar gilda.

4.  Eftirlaun og svipaðar bætur sem nefndar eru í lið 2. er bara hægt að skattleggja í þeim hluta ríksinsins þar sem útborgunin fer fram, svo framarlega sem:

a) sá sem móttekur eftirlaunin hefur verið skattlagður af innborgun í eftirlaunasjóð í þeim hluta ríkisins eftir þeim reglum sem þar gilda, eða

b) innborgun í eftirlaunasjóð frá vinnuveitanda voru skattskyldar tekjur hjá móttakanda í þeim hluta ríkisins eftir þeim reglum sem þar gilda.

Í þessum tilvikum eiga slík eftirlaun og svipaðar bætur einnig að vera að fullu eða að hluta til undanþegin þeim gjöldum sem sá hluti ríkisins þar sem aðilinn er búsettur, krefst við útborgun eftirlauna og annarra svipaðra bóta.

Breyting á lögum um skattlagningu eftirlauna:
Frá 1. janúar 2012 eru innborganir í eftirlaunasjóði í Færeyjum skattlagðar með 40% skatti en skatt- og gjaldfrjálsar við útborgun eftirlaunanna . Þessi 40% skattlagning af innborgun í eftirlaunasjóði nær einnig til erlendra eftirlaunasjóða.  

Fasteignir
Fasteignir einstaklinga með ótakmarkaða skattskyldu í Færeyjum:
Leigutekjur eru skattlagðar í Færeyjum, en þar er enginn skattur lagður á fasteignir (svo sem eignarskattur).

Leigutekjur af fasteignum erlendis má skattleggja erlendis.

Fasteignir i eigu þeirra sem búa utan Færeyja:
Leigtekjur af fasteignum í Færeyjum, til aðila sem eru búsettir utan Færeyja, eru skattlagðar í Færeyjum.

Námsmenn
Námsmenn frá norrænum löndum, sem dvelja í Færeyjum í því skyni að stunda nám, eru ekki skattlagðir af tekjum sem þeir afla utan Færeyja.

Milli Danmerkur og Færeyja gilda þær reglur að námsmenn frá Danmörku eru ekki skattlagðir í Færeyjum af vinnulaunum, sem aflað er í Færeyjum eða í Danmörku. Á árinu 2016 er þessi upphæð DKR 71.000 fyrir námsmenn sem hafa hafið nám fyrir 01.01.2011. Fyrir námsmenn sem hófu nám eftir 31.12.2010 er upphæðin DKR 80.000.

Tvísköttunarsamningar
Ef einstaklingur sem ber ótakmarkaða skattskyldu í Færeyjum, hefur laun eða aðrar tekjur í öðru Norðurlandi, og er skattskyldur af þessum launum eða öðrum tekjum í báðum löndunum, sker tvísköttunarsamningur úr um hvort Færeyjar skuli taka tillit skattalagningar í hinu ríkinu.

Spurningar um skatta:

Ef þú hefur spurningar um skattlagningu í Færeyjum er þér velkomið að hafa samband við norræna skattavefinn eða:

TAKS

Kviggjartún 1

Postrúm 2151

165 Argir

Telefon: +0298 352600

Telefax: +0298 352601

E-mail: taks@taks.fo

TAKS: taks.fo

Tenglar:

Føroya løgting (Færøernes lagting) logting.fo/

Føroya landsstýri (Færøernes landsstyre) tinganes.fo/

Almannamálaráðið (Socialministeriet) amr.fo

Heilsumálaráðið (Sundhedsministeriet) hmr.fo

Fíggjarmálaráðið (Finansministeriet) fmr.fo

Føroya Gjaldstova (Færøernes betalingskontor) gjaldstovan.fo

Hagstova Føroya (Færøernes statistik) hagstova.foValmynd