Valmynd

Almennar upplýsingar um skattlagningu á Álandseyjum

Áland er sjálfstjórnarríki innan Finnlands. Áland hefur sitt eigið þing, (löggjafarþing) og sína eigin ríkisstjórn (landsstjórn). Skattlagning einstaklinga er löggjafarsvæði sem skiptist milli Álandseyja og Finnlands, en það felur í sér að skattlagning einstaklinga stjórnast af bæði álenskum og finnskum lagaramma.  Skattlagning einstaklinga er í aðalatriðum eins og í Finnlandi að undanteknum ákveðnum frádráttarliðum fyrir einstaklinga með ótakmarkaða skattskyldu eða einstaklinga með takmarkaða skattskyldu sem óska eftir þrepaskiptri skattlagningu.

Nánari upplýsingar um frávik í álenskri skattlagningu er að finna á heimsíðu landsstjórnarinnar og heimasíðu skattyfirvalda.
Finnsk skattyfirvöld sjá einnig um álenska skattlagningu. Ef þú ert með sérstaka spurning varðandi skattlagningu á Álandseyjum getur þú þess vegna snúið þér til skattyfirvalda í Finnlandi eða til spurt og svarað hlutans á þessum skattavef.  

www.regeringen.ax

www.skatt.fiValmynd